Á staðnum eru um 100 kíló af tækni-LEGO-kubbum sem hægt er að byggja úr.
Krakkarnir læra að nota t.d. tannhjól, gírun, mótora, lofttjakka og fleira og fá aðstoð við að skapa sín eigin módel.
Stærð hópa er miðuð við 12 börn.
Ekki er ætlast til þess að börnin taki neina LEGO-kubba með sér heim.
Öllum er velkomið að taka með sér nesti og ef vel viðrar verður skroppið út til að fá sér ferskt loft eftir nestistímann. Hreyfiþörfin segir yfirleitt til sín og af öryggisástæðum leyfi ég börnunum ekki að hlaupa um inni þar sem þar er margt sem hægt er að hlaupa á eða detta á og því vil ég frekar að þau fari út til að hreyfa sig. Ég met þó aðstæður hverju sinni og leyfi börnunum ekki að fara út fyrir skólalóðina.
Rétt er að taka fram að börnin eru ekki sérstaklega slysatryggð á skólalóðinni eða í skólanum þar sem námskeiðið fer fram utan hefðbundins skólatíma. Ekkert stórkostlegt ætti að geta komið fyrir og ég passa upp á að umhverfið sé öruggt en ég tel réttast að taka þetta fram engu að síður. Ef foreldrar óska þess að börn fari ekki út vinsamlegast látið mig vita og eins ef það er eitthvað sem ég þarf að vita um viðkomandi. Hægt er að taka það fram í liðnum "Annað" í skráningarforminu hér að neðan.
Starfaði í 5 ár sem hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi hjá tæknideild danska leikfangafyrirtækisins LEGO (LEGO Technik).
Hefur haldið fjölmörg Tækni-LEGO námskeið innan skóla og í félagsmiðstöðvum undanfarin 14 ár og einnig nýsköpunarkynningar í grunnskólum.
Tími og staður:
Reynt er að skipta í hópa eftir aldri. Gert er ráð fyrir því að 7–8 ára séu kl. 09:00–12:00 og 9–13 ára kl. 13:00–16:00
Rétt er að taka fram að aldursskiptingin er ekki heilög og komið er til móts við alla.
Ef fullt er í yngri hóp eða ef það hentar betur að skrá í hópinn sem er eftir hádegi þá er það í fínu lagi. Eins er í lagi að eldri krakkarnir séu skráðir fyrir hádegi ef það hentar betur.
Hópastærð er miðuð við 12en tekið er við skráningum á biðlista þar sem reynslan hefur sýnt að upp geta komið veikindi eða önnur forföll með stuttum fyrirvara.
Staðsetningar og tímasetningar:
Staðsetning:
Tímabil:
Fjöldi skráninga núna:
Hámark í hvern hóp: 12
Urriðaholtsskóli
10. júní - 14. júní kl. 09-12
3
10. júní - 14. júní kl. 13-16
12
Laugarnesskóli
18. júní - 21. júní kl. 09-12
13
18. júní - 21. júní kl. 13-16
14
Engjaskóli
24. júní - 28. júní kl. 09-12
0
24. júní - 28. júní kl. 13-16
9
0
0
0
0
Urriðaholtsskóli
15. júlí - 19. júlí kl. 09-12
7
15. júlí - 19. júlí kl. 13-16
0
Hvaleyrarskóli
22. júlí - 26. júlí kl. 09-12
11
22. júlí - 26. júlí kl. 13-16
0
0
0
Vogaskóli
06. ágúst - 09. ágúst kl. 09-12
12
06. ágúst - 09. ágúst kl. 13-16
6
Skráning á námskeið:
Verð:
6.900.Krafa verður stofnuð í heimabanka þess greiðanda sem skráður er hér að ofan.