Nyskopun  

nyskopun.net

 

 

Sumar 2021:

Tækni-LEGO-námskeið fyrir 7–13 ára

 

 

mbl_lego

Myndskeið sem birtist á mbl.is þann 12. ágúst 2013

 

Covid 19:

 • Leiðbeinandi hefur verið bólusettur við Covid 19.
 • Einungis 12-24 börn snerta LEGOið hverja þá viku sem námskeiðin standa yfir.
 • Vandlega er gætt að hreinlæti á staðnum og börnin hvött til að þvo sér reglulega og hafa aðgang að handspritti.
 • Hafi börn kvef- eða flensueinkenni eiga þau ekki að mæta á námskeiðið og fundin verður viðeigandi lausn annað hvort með endurgreiðslu eða þáttöku á öðru námskeiði í staðinn.
 • LEGOið er sótthreinsað og mun svo standa óhreyft að lágmarki frá föstudagseftirmiðdegi fram til mánudagsmorguns á milli námskeiðsvikna.

Uppbygging námskeiða:

 • Á staðnum eru um 100 kíló af tækni-LEGO-kubbum sem hægt er að byggja úr.
 • Krakkarnir læra að nota t.d. tannhjól, gírun, mótora, lofttjakka og fleira og fá aðstoð við að skapa sín eigin módel.
 • Stærð hópa er miðuð við 12 börn.
 • Ekki er ætlast til þess að börnin taki neina LEGO-kubba með sér heim.
 • Öllum er velkomið að taka með sér nesti og ef vel viðrar verður skroppið út til að fá sér ferskt loft eftir nestistímann. Hreyfiþörfin segir yfirleitt til sín og af öryggisástæðum leyfi ég börnunum ekki að hlaupa um inni þar sem þar er margt sem hægt er að hlaupa á eða detta á og því vil ég frekar að þau fari út til að hreyfa sig. Ég met þó aðstæður hverju sinni og leyfi börnunum ekki að fara út fyrir skólalóðina.
 • Rétt er að taka fram að börnin eru ekki sérstaklega slysatryggð á skólalóðinni eða í skólanum þar sem námskeiðið fer fram utan hefðbundins skólatíma. Ekkert stórkostlegt ætti að geta komið fyrir og við pössum upp á að umhverfið sé öruggt. Ef foreldrar óska þess að börn fari ekki út vinsamlegast látið vita og eins ef það er eitthvað sem við þurfum að vita um viðkomandi. Hægt er að taka það fram í liðnum "Annað" í skráningarforminu hér að neðan.

Leiðbeinandi:

 • Jóhann Breiðfjörð.
 • Starfaði í 5 ár sem hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi hjá tæknideild danska leikfangafyrirtækisins LEGO (LEGO Technik).
 • Hefur haldið Tækni-LEGO námskeið innan skóla og í félagsmiðstöðvum í meira en 20 ár.

Tími og staður:

 • Hópastærð er miðuð við 12 en tekið er við skráningum á biðlista þar sem reynslan hefur sýnt að upp geta komið veikindi eða önnur forföll með stuttum fyrirvara.
 • Staðsetningar og tímasetningar:
Staðsetning: Tímabil: Fjöldi skráninga núna:
    Hámark í hvern hóp: 12
Laugarnesskóli 21. júní - 25. júní kl. 09-12 15
21. júní - 25. júní kl. 13-16 12
Vættaskóli / Engi 28. júní - 02. júlí kl. 09-12 10
28. júní - 02. júlí kl. 13-16 12
Grunnskóli Seltjarnarness / Valhúsaskóli 0
19. júlí - 23. júlí kl. 13-16 9
Hvaleyrarskóli 26. júlí - 30. júlí kl. 09-12 10
0
Vogaskóli 09. ágúst - 13. ágúst kl. 09-12 4
09. ágúst - 13. ágúst kl. 13-16 4
Háteigsskóli 16. ágúst - 20. ágúst kl. 09-12 8
16. ágúst - 20. ágúst kl. 13-16 3

 

 

Skráning á námskeið:

 • Vinsamlegast fyllið út eftirfarandi skráningarform:

 

Tímabil: Vinsamlegast veljið hóp.
Systkinaafsláttur: Vinsamlegast veljið annað hvort.
Nafn barns: Verður að fylla út.
Aldur: Verður að fylla út.
Nafn greiðanda: Verður að fylla út.
Kt. greiðanda: Verður að fylla út.Einungis tölur. Ekki bandstrik eða bil.Fjöldi talna þarf að vera 10.Fjöldi talna þarf að vera 10.Fjöldi talna þarf að vera 10.Fjöldi talna þarf að vera 10.
Heimasími: Einungis tölur. Ekki bandstrik eða bil.Fjöldi talna þarf að vera 7.Fjöldi talna þarf að vera 7.Fjöldi talna þarf að vera 7.Fjöldi talna þarf að vera 7.
GSM1: Verður að fylla út.Einungis tölur. Ekki bandstrik eða bil.Fjöldi talna þarf að vera 7.Fjöldi talna þarf að vera 7.Fjöldi talna þarf að vera 7.Fjöldi talna þarf að vera 7.
GSM2: Einungis tölur. Ekki bandstrik eða bil.Fjöldi talna þarf að vera 7.Fjöldi talna þarf að vera 7.Fjöldi talna þarf að vera 7.Fjöldi talna þarf að vera 7.Verður að fylla út.
GSM3: Einungis tölur. Ekki bandstrik eða bil.Fjöldi talna þarf að vera 7.Fjöldi talna þarf að vera 7.Fjöldi talna þarf að vera 7.Fjöldi talna þarf að vera 7.
Netfang: Verður að fylla út.Þarf að vera gilt netfang.

Annað:

   
 

 

Verð:

 • Vikan 14.-18. júní sem er 4 dagar kostar 9.920 kr.
 • Hinar vikurnar sem eru 5 dagar kosta: 12.400.
 • Veittur er 10% systkinaafsláttur af heildarverði.
 • Foreldrar eru hvattir til að skrá börn sín tímanlega þar sem takmarkaður fjöldi kemst á hvert námskeið og undanfarin ár hafa færri komist að en vildu. Þegar hópur er orðinn fullur fer skráningin , sem send er inn, sjálfkrafa á biðlista og svo verður haft samband ef pláss losnar. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt að upp geta komið veikindi eða önnur forföll með stuttum fyrirvara.

Greiðslufyrirkomulag:

 • Krafa verður stofnuð í heimabanka þess greiðanda sem skráður er hér að ofan.
 • Staðfesta þarf skráningu með greiðslu.
 • Því miður er ekki hægt að greiða með korti.

Upplýsingar:

 

 

 

 

©2021 www.nyskopun.net | 6978692 | johann@nyskopun.net